My obsession

My obsession er samklippiverk sem ég þróaði frekar eftir vinnustofuna Samtímaljósmyndun hjá Katrínu Elvarsdóttur þar sem markmiðið var að kynnast möguleikum samtímaljósmyndunar og fá innsýn í skapandi möguleika ljósmyndunar og fjölþætta notkun ljósmyndamiðilsins í samtímalist. 


Ég er með smá söfnunaráráttu fyrir efnum, hári og allskyns hlutum sem heilla mig. Fyrir verkefnið hjá Katrínu ákvað ég að taka myndir af þessum hlutum og paraði þær svo saman þannig að þær mynduðu kviksjá. Eftir námskeiðið hélt ég áfram að vinna hugmyndina í skissubókinni minni og fór með efni og hár  í studió-ið og tók þá sjálfsmyndir með hlutunum. Ég endaði svo á að klippa þær út og setja saman og bætti svo klippum úr myndunum sem ég tók í námskeiðinu hjá Katrínu við þær. Ég saumaði rauðu þræðina í verkið og festi svo rauða kögrið á rammann. 

Exhibition history:

Ljósmyndaskóli Reykjavíkur, February 12th to 18th

Fine art print

Fine art print

T

Previous
Previous

Peep Show

Next
Next

My Blue Period