VÁ!Kona / WOW! Woman

Listasalur Mosfellsbæjar

February 15

2025

Sýningin samanstendur af ljósmyndum og er viðfangsefnið vangaveltur um konur og birtingarmynd þeirra í þjóðsögum. Mikið af fornum hugmyndum um konur í þjóðsögunum eru enn til staðar í dag.

Þjóðsögur endurspegla gildi þess samfélags sem þær eru sprottnar úr og höfðu áður ekki bara þann tilgang að skemmta heldur einnig að leiðbeina og fræða. Úr sögunum má lesa að kvenpersónur eru oft táknmynd ógnar sem steðjar að körlum, þegar konum gert að fylgja viðmiðum karla um að virða samfélagsskipan stéttar og kyns og er eindregið bannað að breyta stöðu sinni. Verkin á sýningunni eru leið til að túlka þessa birtingarmynd kvenna í þjóðsögunum og notar Telma sjálfan sig sem hálfgerða gínu, býr til sögupersónu til að endurspegla þessa túlkun. Samhliða þessu hefur Telma verið að rýna í arfleifðina, ekki eingöngu hlutina sem við erfum heldur einnig útlitseiginleika, persónueiginleika, áföll og allt sem því fylgir.  

Titill sýningarinnar er leikur að orðinu Vá sem við notum í daglegu tali til að tjá hrifningu okkar á einhverju en raunveruleg merking þess er hætta, ógn eða eitthvað vont. Vá! Kona?! er bein skírskotun í þá ógn sem talað er um í þjóðsögunum.  

Telma Har (f.1985) býr og starfar í Reykjavík. Hún stundaði nám við Ljósmyndaskóla Reykjavíkur. Verkin hennar hafa verið sýnd víða á Íslandi og erlendis.   

/

The exhibition WOW, Woman consists of photographs and the subject is speculation about women and their manifestation in folk tales. Many ancient ideas about women in folk tales are still present today. 

Folk tales reflect the values ​​of the society from which they originated and previously had not only the purpose of entertaining but also of guiding and educating. From the tales, we can read that female characters are often a symbol of the threat that men face, when women are forced to follow male norms of respecting the social order of class and gender and are strictly forbidden to change their status. The works in the exhibition are a way of interpreting this manifestation of women in folk tales and Telma uses herself as a semi-dummy, creating a character to reflect this interpretation. At the same time, Telma has been examining our heritage, not only the things we inherit but also physical characteristics, personality traits, traumas and everything that comes with it. 
Telma Har (b.1985) lives and works in Reykjavík. She studied at the Reykjavík School of Photography. Her work has been exhibited widely in Iceland and abroad.


Previous
Previous

Gloss Pics

Next
Next

Arcanae figurae